Um Moodle

Hvað er Moodle?

Moodle stendur fyrir Modular Object-Oriented Dynamic Learning Environment.
Moodle er námsumsjónarkerfi (Learning management system LMS) sem kennarar Háskóla Íslands hafa aðgang að og geta notað annað hvort í stað kennsluvefs Uglu eða sem viðbót við hann.

Hvers vegna Moodle?

Moodle býður upp á mikinn fjölda hagnýtra kennsluverkfæra s.s. öflugt einkunnabókhald, hugbúnað til prófagerðar og verkefnaskila, umræðuþræði, orðalista, skiptingu í hópa, o.m.fl. Mögulegt er að skilyrða tímasetningar prófa og verkefna nákvæmlega, birta eða fela efni eftir þörfum, skilyrða aðgang að efni t.d prófi m.v. hóp eða útkomu í fyrra verkefni. Auk þeirra kennsluverkfæra sem fylgja með staðalútgáfu Moodle er til fjöldi verkfæra sem hægt er að bæta við kerfið.

Upphaf Moodle og hugmyndafræði

Moodle er afrakstur doktorsverkefnis Martin Dougiamas sem er kennari og tölvunarfræðingur. Áður en hann hóf smíði Moodle á 10. áratugnum hafði hann notað WebCT í kennslu. Við hönnun kerfisins hafði Martin hugmyndir félagslegrar hugsmíðahyggju (social constructionism) að leiðarljósi.

Alþjóðlegt samfélag notenda

Moodle er notað um allan heim af skólum, fyrirtækjum og stofnunum. Þar á meðal stórum fjarnámsháskólum eins og Open University í London (með um 500.000 nemendur). Hægt er að kynna sér notendur eftir löndum á vef Moodle. Öflugt alþjóðlegt samfélag notenda tekur þátt í þróun kerfisins og notkunarmöguleikar þess aukast frá ári til árs.

Ókeypis og opið

Kerfið sjálft er aðgengilegt öllum að kostnaðarlausu á netinu og er „open source“ hugbúnaðarkerfi. Hvað er „open source“?

moodle.hi.is

Moodle-útgáfa Háskólans er hýst hjá Reiknistofnun Háskólans. Aðgangi að Moodle er stýrt í gegnum Uglu og notast er við sömu notendanöfn og lykilorð. Þar sem Moodle er með lifandi tengingu við nemenda- og kennaragagnagrunn Uglu uppfærast skráningar í og úr námskeiðum í sjálfkrafa Moodle. Kennarar geta sjálfir stofnað Moodle-kennsluvef fyrir námskeið. Það er gert í Uglu. Sjá: Moodle kennsluvefur stofnaður.

Meira um Moodle

Sjá nánar um Moodle á moodle.org